Þórhildur Bjartmarz:
Næsti gestur okkar á fræðslukvöldi Hundalífs er Silja Unnarsdóttir, dýralæknir og hundaþjálfari. Silja ætlar að kynna hundasportið Rallý hlýðni sem er þrautabraut í hlýðni sem hæfir öllum hundum og eigendum. Silja hefur stundað Rallý hlýðni erlendis með hundana sína með góðum árangri og ætlar að fara yfir helstu tegundir æfinga og hvað hundur þarf að kunna til að æfa þetta skemmtilega sport. Kynningin fer fram sunnudaginn 20. marz kl. 20 á Smiðjuvegi 9 gul gata og allir velkomnir á meðan húsnæði leyfir.