Hundur gegn prófkvíða

Jórunn Sörensen:

Line Sandstedt hundaþjálfari í Noregi er okkur mörgum að góðu kunn en hún hefur, um árabil, haldið námskeið hér á landi á vegum hundaskólans Hundalífs. Line er framkvæmdastjóri Antrozoolgisentret.  Á síðunni khrono.no birtist fyrir skömmu fróðleg frásögn af því hvernig golden retriever tíkin hennar, Humla, hjálpar nemendum sem þjást af prófkvíða.

Það verður sífellt algengara að nota hunda til þess að hjálpa nemendum að losna við prófkvíða og er nú þegar notað í nokkrum háskólum í Noregi. Hugmyndin kemur frá Ameríku en þar tíðkast svokölluð hvolpaherbergi „puppy rooms“ þar sem nemendur geta komið og slakað á með hundi.

Hundarnir sem fá þetta verkefni er þjálfaðir hundar eins og heimsóknarhundar eða hjálparhundar. Line leggur áherslu á að mikilvægt sé að ofreyna ekki hundana því það er mikið álag fyrir þá að hitta margt ókunnugt fólk í einu.

Þessi aðferð nýtur mikilla vinsælda hjá nemendum og eftirspurnin er mikil.

Stytting úr greininni Humla suser for stressa studenter:

 

humla og prófkvíði.1 pnghumla og prófkvíði

 

Myndatextti:

Stundum er erfitt að sjá hver slakar betur á – nemendinn eða hundurinn.