Í einangrun með falsað vottorð

Frétt á mbl.is:

Mat­væla­stofn­un hef­ur sent hund úr landi vegna falsaðra inn­flutn­ings­gagna. Stofn­un­in vill að gefnu til­efni brýna fyr­ir inn­flytj­end­um gælu­dýra að ganga úr skugga um að öll til­skil­in vott­orð séu til staðar og að þau séu gef­in út af þar til bær­um aðilum.

Vott­orð um mót­efna­mæl­ingu vegna hundaæðis (sem staðfest­ing á bólu­setn­ingu) er eitt þeirra skil­yrða sem sett er vegna inn­flutn­ings hunda og katta til Íslands.

Ný­lega var hund­ur flutt­ur til Íslands sem var með gilt inn­flutn­ings­leyfi en vott­orð vegna mót­efna­mæl­ing­ar var hins veg­ar falsað. Þetta var staðfest af dýra­lækna­yf­ir­völd­um í viðkom­andi landi. Inn­flytj­andi hafði lagt und­ir­bún­ing inn­flutn­ings í hend­ur rækt­anda hunds­ins og svo virðist sem dýra­lækn­ir, sem sá leitaði til þar í landi, hafi lagt fram þessa fölsuðu blóðpruf­uniður­stöðu.

Sam­kvæmt reglu­gerð nr. 935/​2004 um inn­flutn­ing gælu­dýra og hunda­sæðis ber að lóga dýri eða senda það úr landi ef vott­orð eru fölsuð. Hið síðar­nefnda varð niðurstaðan í máli þessa hunds og var hann send­ur úr landi eft­ir nokk­urra daga dvöl í ein­angr­un og þar með féll inn­flutn­ings­leyfið sam­stund­is úr gildi.

Fals­an­ir vott­orða er raun­veru­legt vanda­mál sér­stak­lega frá þriðju ríkj­um til EES landa. Því er öll­um inn­flytj­end­um gælu­dýra bent á að ganga úr skugga um að allt und­ir­bún­ings­ferlið (bólu­setn­ing­ar, blóðpruf­ur o.fl.)  fari fram sam­kvæmt sett­um regl­um. Mat­væla­stofn­un mun í fram­haldi af þessu mæla með að inn­flytj­end­ur not­ist við rann­sókn­ar­stof­ur viður­kennd­ar af ESB vegna mót­efna­mæl­ing­ar fyr­ir hundaæði.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/25/sendu_hund_ur_landi