Friðrik Jónsson skrifaði pistil undir heitinu voffar og vín sem birtur var á Pressunni í gær 1. nóv. Um einangunarmál skrifar hann:
Í óskyldu máli hefur verið reynt nú í all nokkur ár að fá ríkið til að slaka aðeins á klónni, en það er varðandi innflutning gæludýra til landsins. Reynt var fyrir nokkrum árum að koma í gegn frumvarpi um gæludýravegabréf að evrópskum hætti sem hefði leyft óhindraðar ferðir gæludýra til og frá landinu að vissum skilyrðum uppfylltum, en ekki komst það í gegn. Hér hef ég sem hundaeigandi tímabundið í útlöndum beina hagsmuni og þá afdráttarlausu skoðun – og hef sett hana fram hér áður – að engin smithætta sé af innfluttum gæludýrum sem eru bólusett með fullnægjandi hætti. Enda er það jú svo að aldrei í sögu gæludýrainnflutnings til Íslands hefur komið upp smit í sóttkví sem kallað hefur á það að dýrunum þar hafi verið lógað.
En, eins og með búsið, hef ég ákveðin skilning á því að einhverjum finnist það full bratt að fara úr mánaðareingrun í ekki neitt, og mikli fyrir sér hugsanlega áhættu. Væri þá ekki reynandi að vinna a.m.k. í því að stytta þessa einangrunarvist dýranna frá því sem nú er? Allt eða ekkert aðferðin sem farin var með gæludýravegabréfafrumvarpinu augljóslega tapaðist, en kannski væri stytting kostur.
Fyrir u.þ.b. 15 árum síðan var reglum um gæludýraeinangrun breytt þannig að í stað þess að dýrin þyrftu að sæta einangrum í 6 – 8 vikur var tímabilið stytt í mánuð að skilyrðum uppfylltum um undirbúning í aðdraganda komu. Það hefur gefist ágætlega og spurning hvort ekki sé full ástæða til að sækja það til atvinnuvegaráðuneytisins í ljósi fenginnar reynslu að stytta einagrunarvistina niður um a.m.k. helming, og jafnvel niður í viku. Vika væri yfirdrifið nægur tími til að kanna heilsufar viðkomandi dýrs, endurtaka blóð-, þvag- og saurprufur (sem gerðar eru áður en heimild er fengin til innflutings hvort eð er og prófunin eftir að til Íslands er komið eru í reynd til staðfestingar á fyrri prófunum) og til að kanna almennt heilsufar dýrsins. Styttri tími yrði bæði dýrum og eigendum mun léttbærar, en áfram yrðu virtar áhyggjur af hugsanlegri smithættu.
sjá alla greinina:
http://blog.pressan.is/fridrik/
——–