Þórhildur Bjartmarz:
Sporapróf I var haldið nú í kvöld í um 20 stiga hita við Vífilstaðavatn í Garðabæ. Einungis 2 hundar voru skráðir í prófið. Reglur fyrir sporapróf I eru svohljóðandi:
Spor I Einkunn: (x)10 Skipanir: ,,Spor, sækja/markera“ Spora á 300 m langt spor, sem er 35-45 mínútna gamalt og lagt af öðrum en stjórnanda hundsins. Sporið á að innihalda tvo 90° vinkla (eftir 1/3 og 2/3 af sporinu). Í sporið á að leggja þrjá hluti. Einn hlut fyrir fyrsta vinkil, einn á milli vinkla og einn í lok spors. Dómgæsla Æfingin hefst þegar hundurinn byrjar og endar þegar hundurinn finnur endahlut. Hundurinn á að spora í beisli, eða í einhverju svipuðu, sem lína er fest í og á ekki að vera lengri en 15 m og ekki styttri en 10 m á milli stjórnanda og hunds. Stjórnandi velur sjálfur upphafsstöðu hunds. Hundurinn á að vinna sjálfstætt og sækja eða markera hlutina sem hafa verið lagðir út fyrir hann. Til þess að fá 5 þarf hundurinn að finna a.m.k. tvo hluti og þarf annar þeirra að vera endahlutur. Ef einn hlutur finnst ekki má ekki gefa hærri einkunn en 8.
Báðir hundarnir sem tóku prófið náðu góðum árangri enda aðstæður frábærar. Dómari var Þórhildur Bjartmarz, prófstjóri Kristjana Bergsteinsdóttir og Brynhildur Bjarnadóttir aðstoðaði við sporalagningu. Hér fylgja nokkrar myndir frá prófinu