Mótmæli vegna Tíbet hundanna skilaði árangri

Þórhildur Bjartmarz:

Mótmælin skiluðu árangri.

FCI hefur ákveðið að Tíbet standi áfram fyrir framan nöfn þeirra hundategunda sem kennd eru við Tíbet.

Sænska hundaræktarfélagið greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að tegundirnar; Lhasa Apso, Shih Tzu, Tíbetan Mastiff, Tíbetan Spaniel, Tíbetan Terrier verði áfram skráðar þannig að „Tíbet (Kína)“ sé heimaland þessara tegunda.