Þórhildur Bjartmarz:
2ja. daga vinnupróf Vinnuhundadeildar HRFÍ.
Sporapróf var haldið í gærkvöldi þann 1. júlí við Nesjavallaveg. 7 hundar voru skráðir í prófið þar af 5 hundar í spor I, 1 hundur var skráður í spor III og 1 hundur í Elite flokk. Einungis 2 hundar náðu prófi báðir í spori I. Það var talsverð rigning en ágætis aðstæður og sporasvæðið skemmtilegt. Dómari var Albert Steingrímsson, prófstjóri Haukur Birgisson og ritari Ragnhildur Gísla.
Hlýðni I próf var haldið nú í kvöld á bílastæði við Bæjarháls aftur í rigningu. 7 hundar voru skráðir í prófið, 3 hundar í brons próf og 4 hundar í hlýðni I. 1 hundur náði bronsmerki HRFI.- 3 hundar náðu prófi í hlýðni I, 1 hundur með II. einkun og 2 hundar með III. einkun.
Dómari var Albert Steingrímsson, prófstjóri var Guðbjörg Guðmunds og ritari Ragnhildur Gísla.