Próf Vinnuhundadeildar 1. og 2. júlí

Þórhildur Bjartmarz:

2ja. daga vinnupróf Vinnuhundadeildar HRFÍ.

Sporapróf var haldið í gærkvöldi þann 1. júlí við Nesjavallaveg. 7 hundar voru skráðir í prófið þar af 5 hundar í spor I, 1 hundur var skráður í spor III og 1 hundur í Elite flokk. Einungis 2 hundar náðu prófi báðir í spori I. Það var talsverð rigning en ágætis aðstæður og sporasvæðið skemmtilegt. Dómari var Albert Steingrímsson, prófstjóri Haukur Birgisson og ritari Ragnhildur Gísla.

Hlýðni I próf var haldið nú í kvöld á bílastæði við Bæjarháls aftur í rigningu.  7 hundar voru skráðir í prófið, 3 hundar í brons próf og 4 hundar í hlýðni I. 1 hundur náði bronsmerki HRFI.- 3 hundar náðu prófi í hlýðni I, 1 hundur með II. einkun og 2 hundar með III. einkun.

Dómari var Albert Steingrímsson, prófstjóri var Guðbjörg Guðmunds og ritari Ragnhildur Gísla.

 

1.og 2. júlí 201 001 1.og 2. júlí 201 007 1.og 2. júlí 201 008 1.og 2. júlí 201 011 1.og 2. júlí 201 013 1.og 2. júlí 201 014 1.og 2. júlí 201 0151.og 2. júlí 201 004