Fyrsta norðurljósa sýning HRFÍ var haldin helgina 23. – 25. maí síðast liðinn. Á sýninguna voru skráðir hundar af yfir 80 tegundum. Um sömu helgi fór fram meistarastigssýning og gátu þeir hundar sem náðu þeim árangri að verða besti rakki eða besta tík tegundar báða dagana hlotið titilinn Norðurljósmeistari 2015 eða NLW-15.
Sýningin var haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru níu dómarar frá fjórum löndum sem dæmdu á sýningunum þar af fjórir íslenskir dómarar.