Hundar geta ofhitnað í bílum

Þórhildur Bjartmarz:

Þó að sumarið sé ekki komið hjá okkur þá eru auglýsingar norrænu hundaræktarfélaganna orðnar sýnilegar á vefsíðum. Þetta eru auglýsingar eins og „aldrei skilja hundinn eftir í heitum bíl“.  Þessar auglýsingar eru algengar á síðum klúbbanna, deilda, og víðar. Við þurfum yfirleitt ekki að hafa þessar áhyggjur á sumardögum á Íslandi en það er nauðsynlegt fyrir okkur að vera meðvituð um hversu mikið getur skyndilega hitnað í lokuðum bíl. Ætli maður að skilja hundinn eftir í bíl á sólardegi er áríðandi að leggja bílnum í skugga og skilja alltaf eftir góða rifu á glugga svo að hundurinn ofhitni ekki.

Þeir sem hafa farið á hundasýningar erlendis að sumri kannast við tikynningar sem hljóma um sýningasvæðin á um klukkustundafresti um að það sé stranglega bannað að hafa hunda í bílum og hjólhýsum í miklum hita.

Sjálf hef ég heyrt tilkynningar bæði í Danmörku og Finnlandi þar sem fólki er gefin 10 mín. frestur til að sækja hundinn sinn úr bíl að öðrum kosti muni lögreglan brjótast inn í bílinn til að bjarga hundinum. Víða erlendis falla þessi mál undir dýravernd og hægt er að beita hörðum aðgerðum geri hundaeigendur ekki ráðstafanir til að hundar þeirra ofhitni ekki í heitum bílum .

Sænska hundaræktarfélagið gerði athyglisverða athugun á hitastigi í bíl á góðum sólardegi sjá;

http://skk.se/?newsitem=19322

Munið eftir vatnsflösku og dalli fyrir hundana á ferðalögum og ábreiðu ef hundurinn er í búri.

thorhildurbjartmarz@gmail.com