Voff og mjá á ráðgjaf­ar­stof­unni

Í Mbl 6. maí er viðtal við Dagný Maríu Sigurðardóttur félagsráðgjafa sem hefur 2 hunda og kött sér til aðstoðar í störfum.

Úrdráttur úr greinninni; Dagný seg­ir fjöl­marg­ar rann­sókn­ir sýna fram á gagn­semi dýra í ým­iss kon­ar meðferð. Þá geti þau gegnt mik­il­vægu hlut­verki við að auka fé­lags­færni barna.

Fé­lags­ráðgjöf með aðstoð dýra eða Ani­mal ass­isted therapy er að sögn Dag­nýj­ar vax­andi aðferð í ráðgjöf og hef­ur breiðst út víða um heim. Hún seg­ir að niður­stöður rann­sókna sýni fram á ýms­an lík­am­leg­an og and­leg­an heilsu­fars­leg­an ávinn­ing sem hlýst af um­gengni við dýr. „Í návist dýra fara ýmis vellíðun­ar­efni af stað í lík­am­an­um; t.d. eykst fram­leiðsla oxytoc­ins, endorf­ís og dópa­míns, hjart­slátt­ur hæg­ist og blóðþrýst­ing­ur lækk­ar,“ seg­ir Dagný.

Anna Lilja Þórisdóttir skrifaði greinina sem birtist á mbl 6. maí 2015