Í Mbl 6. maí er viðtal við Dagný Maríu Sigurðardóttur félagsráðgjafa sem hefur 2 hunda og kött sér til aðstoðar í störfum.
Úrdráttur úr greinninni; Dagný segir fjölmargar rannsóknir sýna fram á gagnsemi dýra í ýmiss konar meðferð. Þá geti þau gegnt mikilvægu hlutverki við að auka félagsfærni barna.
Félagsráðgjöf með aðstoð dýra eða Animal assisted therapy er að sögn Dagnýjar vaxandi aðferð í ráðgjöf og hefur breiðst út víða um heim. Hún segir að niðurstöður rannsókna sýni fram á ýmsan líkamlegan og andlegan heilsufarslegan ávinning sem hlýst af umgengni við dýr. „Í návist dýra fara ýmis vellíðunarefni af stað í líkamanum; t.d. eykst framleiðsla oxytocins, endorfís og dópamíns, hjartsláttur hægist og blóðþrýstingur lækkar,“ segir Dagný.
Anna Lilja Þórisdóttir skrifaði greinina sem birtist á mbl 6. maí 2015