Innflutningur á hundum jókst

Mbl birtir í dag úrdrátt úr starfsskýrslu Matvælastofnunar (MAST) fyrir seinasta ár, sem er nýkomin út. Þar koma m.a. fram tölur um innflutning hunda.

Innflutningur á hundum til landsins jókst mjög í fyrra en þá voru fluttir inn 217 hundar af 67 mismunandi tegundum og frá 33 löndum. Hafa ekki verið fluttir inn fleiri hundar til landsins á einu ári frá 2006. Flestir hundarnir eða 21 eru af tegundinni Labrador retriever en einnig voru m.a. fluttir inn sjö franskir bolabítar, sex langhundar, sex tíbeskir spanielhundar og fimm ástralskir fjárhundar. Innfluttir kettir voru 49 talsins, alls átta tegundir frá 15 löndum.

1499346964267-92bbed55-3c06-41eb-9979-e1dbf684a9d4