Haldið í Reiðskemmu Sprettara Hattarvöllum í dag, 30. maí
Bronsmerkjapróf:
Þrír hundar voru skráðir í þennan flokk. Tveir hundar náðu prófi
- sæti með 162,5 stig og Bronsmerki HRFÍ var IS 23107-17 Forynju Aston. Eigandi Hildur Pálsdóttir
- sæti með 123 stig var IS 21634-16 Bifrastar Frigg. Eigand Ragna Þóra Samúelsdóttir
Forynju Aston var að taka þátt í fyrsta sinn og náði Bronsmerkinu í fyrstu tilraun sem er mjög góður árangur. Bifrastar Frigg fékk 0 í einni æfingu og fékk því ekki Bronsmerki að þessu sinni en fékk ágætis einkunnir í öðrum æfingum.
Hlýðni I próf:
Fimm hundar voru skráðir í þennan flokk. Allir hundarnir náðu prófi
- sæti með 194,5 stig og I. einkunn var IS 21550-16 Undralands Force Majeure. Eigandi Ditta Tómasdóttir
- sæti með 179 stig og I. einkunn var IS 24111-17 Ibanez White Shepherd Fjalladís. Eigandi Þórhildur Bjartmarz
- sæti með 166,5 stig I. einkunn var IS 22293-16 Norðan Heiða Svarta Þoka. Eigandi Gunnhildur Jakobsdóttir
- sæti með 133 stig III. einkunn var IS 23461-17 Gjósku Vænting. Eigandi Tinna Ólafsdóttir
- sæti með 101 stig III. einkunn var IS 22554 Vinar Usain Bolt. Eigandi Jökull Helgason
Þrír hundar í þessum keppnisflokki eru komnir með tvisvar sinnum I. einkunn og það verður spennandi að fylgjast með þeim síðar í framhaldsflokkum. Norðan Heiða Þoka fékk 0 í einni æfingu og fékk hún því ekki silfurmerki í dag en náði samt I. einkunn eða 166,5 stig þrátt fyrir að missa 20 stig í fjarlægðarstjórnun.
Hlýðni II próf:
Einn hundur var skráður í þennan flokk og náði glæsilegri einkunn
- sæti með 194 stig og I. einkunn IS 23109-17 Forynju Aska Eig: Hildur Pálsdóttir
Þetta var í þriðja sinn sem Aska fær I. einkunn í Hlýðni II og því getur Hildur sótt um nýjan titill OB-2 og líka Sporameistaratitil því Aska náði líka I. einkunn í Spori III í dag. Til hamingju Hildur Pálsdóttir
Hlýðni III próf:
Einn hundur var einnig skráður í þennan flokk og náði glæsilegri einkunn
- sæti með 283 stig og I. einkunn Abbadís Eig: Þórhildur Bjartmarz. Þetta er í annað sinn sem Abbadís fær I. einkunn í Hlýðni III og er þar með komin upp að hlið Ynju sem hefur keppt í þessum flokki undanfarin ár.
Dómari var Albert Steingrímsson
Prófstjóri var Valgerður Stefáns
Ritari var Sólrún Dröfn Helgadóttir
Stjórn Vinnuhundadeildar þakkar starfsmönnum prófsins svo og þátttakendum fyrir góðan dag
Fullbókað var í þetta próf og færri komust að en vildu
Næsta hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ verður útipróf 18. júní