Hér kemur sameiginlegt svar frá Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi við fyrirspurn FÁH:
Fyrirspurn Félags ábyrgra hundaeigenda:
1) Hvar eru óskilahundar geymdir?
2) Hvað er gert til þess að reyna að hafa uppi á eiganda hunds sem finnst innan bæjarmarka?
3) Er einhver munur á verklagi varðandi hunda sem eru örmerktir og þeirra sem ekki eru það?
4) Hvert er dagsgjald hjá þeim vörsluaðila sem hýsir óskilahunda fyrir bæinn?
5) Eru hundaeftirlit þessara bæjarfélaga með upplýsingasíðu, eins og t.d. á Facebook, þar sem hægt er að sjá tilkynningar um týnda og fundna hunda?
6) Í hversu mörg útköll fara hundaeftirlitsmenn að meðaltali á dag?
7) Hverjar eru hæfniskröfur sem gerðar eru til hundaeftirlitsmanna?
8) Hvernig eru samskiptum lögreglu og hundaeftirlits háttað þegar kemur að óskilahundum, sérstaklega ef óskilahundur er gripinn utan opnunartíma hundaeftirlitsins?
9) Þegar hundur er fjarlægður af heimili er þá beðið um heimild til þess fyrir dómstólum?
10) Hversu margar kvartanir (sundurliðað eftir umkvörtunarefni) berast á hverju ári til hundaeftirlitsins?
11) Hvernig eru verkferlar hjá hundaeftirlitinu þegar hundur glefsar eða bítur fólk?
12) Ef hundaeftirlitsmaður kemur auga á lausan hund, hvað gerir hann þá ? En ef eigandi er nálægt, er brugðist öðruvísi við þá?
13) Hversu lengi eru óskilahundar geymdir áður en þeim er lógað?
14) Er haft samband við félög eins og Dýrahjálp áður en hundi er lógað?
15) Hversu mörgum hundum hefur verið lógað frá árinu tvö þúsund?
16) Er boðið upp á að skrá hunda rafrænt?
17) Ber hundaeiganda alltaf að vera með merki frá hundaeftirlitinu á skráðum hundi? Hver eru viðurlögin við því að setja ekki merki á skráðan hund?
18) Er aðeins hægt að ná í hundaeftirlitsmenn á auglýstum símatíma?
19) Hversu margar fyrirspurnir fékk hundaeftirlitið á síðasta ári?
20) Samkvæmt vefsíðu Hundasamfélagsins þá týndust 195 hundar í desember 2015 og janúar 2016. Hversu margar tilkynningar um týnda hunda bárust hundaeftirlitinu á þessum tíma?
Svar frá fulltrúa Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs við fyrirspurn Félags ábyrgra hundaeigenda:
Góðan daginn
Flestar af þeim upplýsingum sem þið eruð að velta fyrir ykkur er að finna í okkar ársskýrslum gegnum árin. Ársskýrslur okkar er að finna á heimasíðu http://heilbrigdiseftirlit.is/arsskyrslur Svörum við öðrum spurningum erum við ekki að halda til haga.
Vek athygli á að það er skylda eiganda dýrsins að hefja án tafa leit að því sleppi það frá eiganda sínum. Sendi hér með afrit af samþykkt um hundahald í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Bessastaðahreppur er nú hluti af Garðabæ. Það liggur ljóst fyrir að leiti eigandi ekki síns dýrs eða hafi ekki átið örmerkja það verður því ekki komið til hans aftur. Um afgreiðslu slíkra mála fer samkvæmt eðli máls hverju sinni.
Um áramótin 2014-2015 voru á skrá 2364 hundar í umdæmi heilbrigðisnefndar en rétt er að hafa í huga að afskráningar berast oftast upp úr áramótum. Hlutfall eigenda sem sótt hafa námskeið í hundauppeldi er nálægt 60% og 8 hundar eru notaðir til leitar- og björgunarstafa. Kvörtunum vegna hunda og hundahalds er haldið aðgreindum frá öðrum kvörtunum vegna dýrahalds og hollustuháttamála. Alls bárust 200 kvartanir vegna hunda á árinu. Aðal umkvörtunarefnið var eins og undanfarin ár um lausa hunda eða 73 tilvik. Til meðferðar á árinu komu 11 mál vegna ógnandi atferlis hunds gagnvart fólki eða dýrum. Til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er kæra vegna hunds sem ráðstafað var til nýs eiganda þar sem hans var ekki vitjað.
Samkvæmt lögum um velferð dýra hafa sveitarfélög hjálparskyldu, handsömunarskyldu og vörsluskyldu dýra. Þetta eru verkefni sem heilbrigðiseftirlitið sér um.
Dröfn Friðriksdóttir skrifstofustjóri
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis