Dýr auðga mannlífið

Fyrirlestur á vegum Hundalífs.

Brynja Tomer verður með fyrirlestur sunnudagskvöldið 22. nóvember kl. 20. Brynja  fjallar um markvissar leiðir þar sem hundar auðga líf okkar mannfólksins.

Brynja hefur undanfarin tíu ár haldið utan um verkefni Rauða Kross Íslands, þar sem hundar heimsækja sjúka, aldraða og þá sem minna mega sín.

Frá árinu 2012 hefur hún jafnframt skipulagt verkefnið R.E.A.D. (Reading Education Assistance Dogs) í samvinnu við skólayfirvöld á Seltjarnarnesi, þar sem börn lesa vikulega fyrir hunda. Til stendur að taka lestrarstundir með hundum upp í fleiri grunnskólum á næstu misserum.

Brynja hefur um árabil sótt námskeið og ráðstefnur beggja vegna Atlantshafsins og öðlaðist á síðasta ári kennsluréttindi frá bandarísku samtökunum Pet Partners og Intermountain Therapy Animals til að leiðbeina sjálfboðaliðum og meta hunda fyrir lestrarverkefnið R.E.A.D.

Auk þess að fjalla um þau verkefni sem Brynja sinnir hér á landi, segir hún frá íslenskum og erlendum rannsóknum og svarar fyrirspurnum.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Reykjavíkursvæðinu en nánari staðsetning verður auglýst síðar