Gæludýrahald leyft í félagslegum íbúðum í Kópavogi

Velferðarráð

  1. fundur14. maí 2018

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.18031300-Félagslegar leiguíbúðir og gæludýrahald

Velferðarráð samþykkir tillögu Kristínar Sævarsdóttur um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum sem lögð var fram þann 9. apríl sl. Tillagan er um að leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum:

a)Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi).
b)Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt.

 

https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/2295