Tryggvi Einarsson svarar spurningum Hundalífspóstsins:
- Hvað heitir hunduinn þinn, tegund og aldur
- Af hverju valdir þú þetta kyn
- Hversu lengi hefur þú átt hund
- Hvernig lýsir þú samskiptum þínum/fjölskyldunnar og hundsins
- Er lífið betra með hundum
- Hundurinn minn heitir Gormur. Hann er af tegundinni havanese og er nýlega orðinn tveggja ára.
- Ég valdi havanese eftir að hafa blaðað í gegnum ótal bækur í mörg ár og vafrað um internetið. Havanese varð fyrir valinu vegna þess að tegundin hefur svo marga kosti. Þetta eru í topp 10 heilsuhraustustu hundar í heimi. Einna minnst hætta á að fólk fái ofnæmi ef ekki algjörlega ofnæmisfrí tegund. Mjög geðgóðir og glaðir hundar sem voru frá byrjun ræktaðir til þess að vera góðir félagar fyrir eigendur en ekki til þess að veiði dýr eða eitthvað þessháttar. Síðan fara þeir ekkert meira úr hárum en við mannfólkið. Hundar af þessari tegund geta orðið mjög háðir eigendum sínum og átt erfitt með að vera einir. En vitandi það þá lagði ég ríka áherslu á að þjálfa hundinn upp rosalega rólega og með mikið hrós og nammi að vera einan smátt og smátt og það hefur tekist MJÖG vel. Síðan er þessi tegund og þá sérstaklega hann Gormur mjög hrifinn af alls konar „trix“ þjálfun, eins og að hlaupa gegnum rör, renna sér niður rennibrautir, labba upp og niður hundaþrautastiga og þannig. Svo kúrir hann bara hjá manni yfir sjónvarpinu á kvöldin. Bara rosalega fín tegund að eiga. Síðan er hann það lítill að hann borðar ekki ógrynni af mat sem kostar mun meira.
- Ég hef átt Gorm alveg síðan hann fæddist.
- Hundurinn er algjörlega einn af fjölskyldunni, það er bara ekkert öðruvísi. Meira að segja þegar mér er boðið í mat til foreldra minna þá er stundum lagt á borð fyrir hundinn (að sjálfsögðu bara hundamatur eða matur við hæfi hunda) og hann situr prúður í stól, fylgist gríðarlega spenntur með öllu en samt rólegur og fer aldrei úr stólnum upp á borð, fer einungis upp á stól eða niður á gólf. Þannig að hann fær að vera með öllum mannverunum við borðhald J Annars leik ég við hann daglega og þjálfa oft.
- Já, lífið er betra með hundinum.
Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt að ég megi ekki fara með hundinn minn með mér stóran part af ferðum mínum um verslanir, þjónustufyrirtæki og þessháttar. Ég tek ofan af fyrir Bauhaus að leyfa hundum að koma inn, það er til fyrirmyndar hjá þeim.