Stærsta sýning í sögu félagsins!
Helgina 3.-5. mars fer fram Norðurljósasýning HRFÍ sem er fyrsta sýning ársins. Helgin hefst með hvolpasýningu á föstudagskvöldinu en alþjóðleg sýning fer fram á laugardag og sunnudag. Að þessu sinni verða 215 hvolpar sýndir ásamt 660 hundum sem gerir allt í allt 875 hunda. Sýningin verður haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og verða fimm dómarar frá fjórum löndum sem munu mæta og dæma alla helgina. Hlökkum til að sjá þig!
Helgina 3.-5. mars fer fram Norðurljósasýning HRFÍ sem er fyrsta sýning ársins. Helgin hefst með hvolpasýningu á föstudagskvöldinu en alþjóðleg sýning fer fram á laugardag og sunnudag. Að þessu sinni verða 215 hvolpar sýndir ásamt 660 hundum sem gerir allt í allt 875 hunda. Sýningin verður haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og verða fimm dómarar frá fjórum löndum sem munu mæta og dæma alla helgina. Hlökkum til að sjá þig!
Hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin verður haldin föstudagskvöldið 3. mars og hefst kl. 18:00. Dómarar munu velja bestu hvolpa tegundar sem koma seinna um kvöldið og keppa til úrslita í tveimur aldursflokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða, um bestu hvolpa sýningar. Samtals eru 215 hvolpar skráðir af 41 tegund svo margt verður um manninn og mikil stemning.
Hægt er að sjá dagskrá hvolpasýningar hér.
Hægt er að sjá dagskrá hvolpasýningar hér.
Keppni ungra sýnenda fer einnig fram föstudagskvöldið 3. mars, en sú keppni hefst kl. 17:00. Samtals eru 32 ungmenni skráð til leiks, þar af 10 ungmenni í yngri flokki, 10-12 ára og 22 ungmenni í eldri flokki, 13-17 ára. Dómari að þessu sinni verður Daníel Örn Hinriksson frá Íslandi. Keppt er í ungum sýnendum á hundasýningum um allan heim. Í ungum sýnendum dæmir dómarinn sýnandann, þ.e. hvernig hundurinn er sýndur, hvernig honum er stillt upp, hvernig hann er hreyfður, hvernig sambandið er milli sýnanda og hunds, hvort sýnandinn þekki tegund hundsins o.s.frv.
Alþjóðleg sýning HRFÍ fer fram helgina 4.-5. mars og hefjast dómar báða dagana kl. 9:00. Frábær skráning er á sýninguna en 660 hundar af 94 tegundum mæta til leiks, og mun stemningin verða eftir því. Þessi sýning markar upphaf sýningarársins 2017 og verður spennandi að sjá hvaða hundar munu skara fram úr að mati dómara. Dómarar munu velja bestu fulltrúa hverjar tegundar en þeir munu svo keppa um besta hund sýningar á sunnudeginum. Sýningin mun hefjast kl. 9:00 báða daga og munu dómar standa fram eftir degi alla helgina.
Hægt er að sjá dagskrá sýningar hér.
Hægt er að sjá dagskrá sýningar hér.