Hundalífspósturinn blæs til ljósmyndakeppni frá 1. til 10. des.
Opnuð hefur verið síða á Facebook undir nafninu Ljósmyndakeppni hundalífspóstins þar sem hundaeigendur deila sínum uppáhaldsmyndum.
Hver einstaklingur getur sett inn að hámarki sex myndir. Tvær myndir má setja í hvern flokk undir heitunum:
- Bestu vinir. Undir þennan flokk eru myndir þar sem hundur/hundar og fólk er saman á mynd.
- Hundar í vinnu. Undir þennan flokk eru myndir þar sem hundur/hundar eru að skila ákveðnum verkefnum.
- Hundar. Undir þennan flokk eru myndir af hundi, hundum eða hvolpum.
Ath. vinsamlegast merkið flokkinn sem myndin tilheyrir
Dómnefnd velur tvær bestu myndirnar í hverjum flokki. Í dómnefnd eru; Ágúst Ágústsson, Dagbjört Örvarsdóttir og Jónína Sif Eyþórsdóttir.
Dýrheimar umboðsaðili Royal Canin gefur vegleg verðlaun fyrir 1. og 2. sæti í hverjum flokki, alls fyrir sex verðlaunahafa. Tilynnt verður um bestu myndirnar að mati dómnefndar og verðlaun veitt fimmtudaginn 15. desember. Myndir sem koma til greina í úrslit verða birtar á Hundalífspóstinum eftir 10. desember.
Nú er um að gera að kíkja í ljósmyndasafnið og vera með í keppninni – allir geta tekið þátt. Þeir sem ekki hafa aðgang að Facebook geta sendt myndir til: hundalif@hundalif.is. Senda skal fullt nafn sendanda og símanúmer með myndunum.
Þar sem við á Hundalífspóstinum höfum ekki staðið að svona keppni áður eru þessar ofangreindu reglur birtar með fyrirvara. Ef það þarf að breyta leikreglum verður það tilkynnt. Gengið verður út frá því að þeir sem birta myndir hafi samþykki ljósmyndarans fyrir birtingu myndanna.