Hlýðnipróf retrieverdeildar HRFÍ 4. okt

Þórhildur Bjartmarz:

Hlýðnipróf retrieverdeildar HRFÍ var haldið í kvöld, 4. okt. Alls voru 8 hundar skráðir í prófið. 5 hundar í bronspróf og 3 hundar í hlýðni I. Prófið var haldið utandyra í Garðabæ og gekk í alla staði mjög vel.

Bronspróf:

5 hundar voru skráðir. 4 hundar náðu lágmarkseinkunn og 3 þeirra fengu bronsmerki HRFÍ.

Í 1. sæti með 149 stig  var Ian schäfer  (Kolgrímu For Your Eyes Only Hólm) stjórnandi var Auður Sif Sigurgeirsdóttir.

 

Hlýðni I:

3 hundar voru skráðir og náðu allir prófi. 1 hundur fékk II. einkunn og 2 hundar fengu III. einkunn.

Í 1. sæti með 156,5 stig var Mía border terrier (Bjarkar Blásól) stjórnandi var Anna Vigdís Gísladóttir.

 

 

 

Prófstjóri var Hildur Pálsdóttir

Ritari var Guðbjörg Guðmundsdóttir

Dómari var Þórhildur Bjartmarz