Þórhildur Bjartmarz:
Hollenska hundatímaritið Honden manieren birti grein um íslenska fjárhunda og úrdrátt um sögu hunda á Íslandi í fyrsta tölublaði ársins 2016.
Það var blaðamaðurinn Chris Eisenga sem var á ferð hér á landi síðasliðið haust sem skrifaði greinina og tók myndir. Hún tók viðtal við Þórhildi Bjartmarz ásamt Dittu í Kirkjufellsræktun og Theresu á Brúarlandi. Greinin fékk talsvert pláss í blaðinu eins og sjá má á þessum myndum:
http://www.hondenmanieren.com/
Því miður ringdi svo mikið þann dag sem Chris heimsótti okkur að myndirnar frá þeim degi voru ekki nothæfar í blaðið.
Við þökkum Chris Eisenga fyrir heimsóknina og góða umfjöllun