Þegar HRFÍ fékk ræðupúlt að gjöf

Á 25 ára afmælisári Hundaræktarfélags Íslands árið 1994 gaf hópur félagsmanna félaginu ræðupúlt.

Emilía Sigursteinsdóttir og Þórhildur Bjartmarz höfðu frumkvæði að þessari gjöf en Þórhildur tók að sér undirbúning, hafi samband við fólk, safnaði peningum og sá um framkvæmd.

Helsti hagleiksmaður landsins var fenginn til verksins Sigurður Knútsson sem rak þá verkstæði í Kópavogi. Sigurður tók erindinu vel, hann hannaði sjálfur púltið, smíðaði og skar út merki félagsins.

Til verksins fékk hann gegnhelt maghony frá Suður-Ameríku sem Efnissalan ehf gaf félaginu. Úr var einstaklega fagur gripur, algjör listasmíði. Sigurði var tjáð að félagið þyrfti veglegt ræðupúlt því á fundum kæmi oft fyrir að félagsmenn slægju hnefanum í borðið til að leggja árherslu á góðan málflutning sinn.

Ég var að rifja þetta upp í huganum í dag á göngu, daginn sem Sigurður Knústson var lagður til hinstu hvílu.

 

5001450012

Sigurður byrjaður á verkinu – þetta var þvílík vinna og tímkaupið hefur ekki verið hátt

 

50011

Sigurður var mikill dýravinur og skoðaði nokkra hunda á þeim tíma sem hann skar merkið út

 

5001550013

Emilía og Þórhildur að fylgjast með verkinu

 

5000950003 (2)

Hér afhendir Þórhildur formanni Hundaræktarfélags Íslands, Guðrúnu R. Guðjohnsen, gjöfina í Hraunholti í Hafnarfirði þar sem haldin var vegleg veisla í tilefni afmælisins.

Vonandi varðveitir félagið þennan listagrip við bestu aðstæður