Fyrsta hlýðnipróf ársins 2016 var haldið nú í morgun í reiðskemmunni á Kjóavöllum. 3 hundar voru skráðir í bronsmerkjapróf og 1 hundur í hlýðni II. Border collie tíkin Vista og Silja Unnarsdóttir náðu eintökum árangri í bronsinu eða 178 stig af 180 mögulegum.
Í hlýðni II keppti Hildur Pálsdóttir með Ynju schäfer og hlutu þær 182,5 stig af 200 mögulegum.
Dómari var Þórhildur Bjartmarz, prófstjóri Brynhildur Bjarnadóttir, og ritari var formaður Vinnuhundadeildar, Ragnhildur Gísladóttir.