Eftir Kirstine Møgelbjerg Østrup
- januar 2016
Í sumar fékk Magnús sem er aðeins tíu ára heilablæðingu. Þegar hann komst til meðvitundar gat hann hvorki talað, gengið né setið sjálfur. En hjálparhundurinn Gaia aðstoðaði við að breyta því.
„Mér varð illt og fékk höfuðverk og svo fór ég með sjúkrabílnum á slysadeildina. Þar lá ég í öndunarvél í næstum því eina viku“, segir Magnús í þættinum ´Go´ morgen á TV 2 í Danmörku.
Hluti af endurhæfingu Magnúsar er fólginn í því að hann hefur fengið heimsóknir af hundinum Gaiu en eigandi hundsins, Anne Bjerre, er sjálfboðaliði hjá Trygfonden. Og það hefur hjálpað Magnúsi í hans endurhæfingu.
„Til þess að byrja með gerðum við ekki neitt mikið saman, því ég gat næstum því ekki neitt. Fyrsta skipti reyndi ég bara að stinga fótunum inn í feldinn á Gaiu og gefa henni nammibita.
Veitir gleði
Trine Haugsted er iðjuþjálfi há Hammel Neurocenter og tekur þátt í endurhæfingu Magnúsar. Hún er ekki í nokkrum vafa um af hverju Gaia hefur haft jákvæð áhrif á framfarir Magnúsar.
„Það sem er með hunda, er að þeir veita svo mikla gleði“, segir hún í ´Go´ morgen Danmark. „Þegar Magnús æfir með Gaiu, þá lítur hann ekki á það sem þjálfun, heldur sem leik“.
Og Magnús er heldur ekki í vafa af hverju hann er svona hrifinn af Gaiu.
„Ég hef óskar mér að eiga hunda hálfa mína ævi“. „Núna gengur þetta mikið betur og ég get gengið, setið sjálfur og allt svoleiðis“, segir hann um ástand sitt í dag.
Viðtalið við magnús í heild sinni