Brynhildur Inga Einarsdóttir:
Á Selfossi er félagið Taumur sem er hagsmunafélag hundeigenda í Árborg og nágrenni, félagið var stofnað 7. maí 2012.
Það geta allir orðið félagar í Taumi sem hafa áhuga á því. Í félaginu er fólk sem hefur áhuga á sínum hundum hvort sem þeir eru hreinræktaðir eða blendingar, litlir eða stórir.
Einu sinni í mánuði hittast hundeigendur með hunda sína og ganga fylgtu liði um bæinn með fánabera í forystu. Þessar göngur eru yfirleitt vel sóttar og oft eru um 20 hundar í göngunni og allir eru að sjálfsögðu í taumi við hlið sinna eigenda. Þessar göngur eru ákaflega góð umhverfisþjálfun fyrir hundana. Um að gera að mæta og sýna sig og sjá aðra og kynnast nýju fólki, eignast nýja vini með sömu áhugamál.
Þeir hjá Jötunnvélum hafa alltaf boðið uppá heitt kaffi að göngu lokinni og eiga þeir þakkir skyldar fyrir það. Hundarnir bíða í bílunum á meðan eigendur fá sér kaffi og stundum með því eins og í jólagöngunni þann 12 des þar sem boðið var uppá jólaöl og piparkökur, ekki má gleyma spjallinu á eftir því hvað er betra en spjall um hunda og þjóðmálin að göngu lokinni. Ragnar Sigurjónsson fánaberinn okkar kynnti okkur sýningarkubba sem hann er með í þróun en kubbarnir eru ætlaðir til að þjálfa hundinn til að standa kjurr. Á Selfossi er komið svokallað sleppisvæði þar sem hundeigendur geta farið með sína hunda og leyft þeim að hlaupa frjálsum innan girðingar. Það má því seigja að hundamenningin sé bara nokkuð góð á Selfossi.