Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að Matvælastofnun sé með lögum falið að veita leyfi til innflutnings dýra. Dómurinn geti hvorki veitt slíkt leyfi né gefið stofnuninni bein fyrirmæli um slíkt. Þá hafi ekki verið brotið gegn jafnræðisreglunni, þar sem ekki hafði verið sýnt fram að hundur af sömu tegund hafi verið fluttur inn til landsins eftir að innflutningur á tegundinni var bannaður árið 2004.
http://ruv.is/frett/rjomi-af-bannadri-tegund-og-ma-ekki-koma
ruv: Ásrún Brynja Ingarsdóttir