ISIC ráðstefna á Íslandi

Hundalífspósturinn fékk Brynhildi Bjarnadóttur til að segja okkur frá ráðsefnu sem haldin var um síðustu helgi:

 

Dagana 23. – 25. október var haldin ISIC ráðstefna á Íslandi. ISIC sem er alþjóðlegt samstarf um íslenska fjárhundinn var stofnað 1996.  Tíu lönd taka þátt í þessu samstarfi, auk Íslands eru þau: Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Holland, Sviss, Þýskaland, Austurríki og Bandaríkin.

Að þessu sinni tóku fulltrúar frá sjö löndum þátt í ráðstefnunni. Austurríki, Sviss og Þýskaland sáu sér ekki fært að senda fulltrúa í ár. Hver þjóð sendir annars tvo fulltrúa á ráðstefnunar en þar sem hún var nú haldin á Íslandi, gátu allir stjórnarmenn í díf tekið þátt. Auk þeirra tók Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ þátt í ráðstefninni

Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. Auk hefðbundinna fundarstarfa hélt Guðni Ágústson, fyrrum formaður deildar íslenska fjárhundsins kynningu á nýjum gagnagrunni fyrir íslenska fjárhunda.

Einnig flutti Brynhildur Bjarnadóttir ritari stjórnar díf, úrdrátt úr fyrirlestri Þórhildar Bjartmarz , Hundalíf í sögu þjóðar. Brynhildur sá um að þýða og flytja fyrirlesturinn á ensku.

ISIC samstarfið er mikilvægt og mjög gagnlegt. Ráðstefnur ISIC eru haldnar árlega og er góður vettvangur til þessa að mynda góð tengsl milli landanna. Þar fáum við til dæmis upplýsingar um stöðu íslenska fjárhundsins í hverju landi. Fundarefnin eru margvíslegt til dæmis um ræktun, vinnu með hundinum og yfirleitt allt sem varðar íslenskan fjárhund.

Sem dæmi fannst mér mjög áhugavert að sjá kynningu frá Dönum og Svíum um fjáreðlispróf fyrir íslenska fjárhunda. Á Íslandi er ekki til slíkt próf sem er sérsniðið fyrir íslenska fjárhunda.  Deild íslenska fjárhundsins mun fá send öll gögn um þessi próf sem Danir, Svíar og Finnar hafa gert.

Þátttakendurnir voru mjög ánægðir að koma til heimalands hundsins okkar, einhverjir höfðu komið til Íslands áður en aðrir voru að koma í fyrsta skipti.

Hér er hægt að kynna sér ISIC betur http://www.icelanddog.org/index.html

Brynhildur Bjarnadóttir.

 

IMG_5298IMG_5296IMG_5297