Line Sandstedt norskur hundaþjálfari með námskeið

Line Sandstedt norskur hundaþjálfari með námskeið

 

Jórunn Sörensen

Line Sandstedt hundaþjálfari í Noregi hélt námskeið á vegum hundaskólans Hundalífs dagana 24.-25. október sl. og Hundalífspósturinn fylgdist með.

Það vakti strax athygli mína hve andrúmsloftið var jákvætt og glaðlegt enda hafa þátttakendur oft verið saman á námskeiði áður bæði hjá Line og Hundalífi. Þátttakendur voru sjö, allt konur en hundarnir voru níu. Það voru tveir íslenskir fjárhundar; tveir schäferar; einn labrador; tveir schnauzerar og tveir border collie á aldrinum frá sex mánaða að níu ára. Konurnar komu sumar langt að – ein að austan, önnur að vestan og ein utan af Reykjanesi.

25. okt hjá Line á Smiðjuveginum 03225. okt hjá Line á Smiðjuveginum 031

25. okt hjá Line á Smiðjuveginum 01625. okt hjá Line á Smiðjuveginum 030

 

Hvor dagur byrjaði á stuttum fundi með eigendum hundanna um skipulag og í lok hverrar tarnar var farið yfir stöðuna og rætt hvernig þjálfara og þátttakendum fannst takast. Allir fengu jafnan tíma og þjálfun hvers hunds var miðuð við hvar hann var staddur en einnig vildu sumir eigendur æfa nýja hluti.

Line leggur aðaláherslu á að eigandi vinni þannig með hundinn sinn að hundinn langi til þess að vinna með eiganda sínum og viti að það verður gaman. Einnig minnti hún þátttakendur á mikilvægi þess að æfa oft og reglulega.

Það var bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að horfa á eigendur og hunda vinna saman undir vökulu auga og stjórn Line. Ákveðin atriði vöktu sérstaka athygli á því hvernig Line vinnur. Tek sem dæmi hvernig hún snýr til upphafs ef æfing gengur ekki vel. Og einnig þá gleði og umhyggju sem hún notar í samskiptum við hundana þegar hún tekur við stjórn hundsins til þess að sýna eigandanum hvernig er best að fara að.

Framfarir hjá þátttaendum voru greinilegar þegar leið á námskeiðið – bæði eigendum og hundunum þeirra. Slíkar framfarir eru ævinlega því að þakka að eigandi nær betri tökum á samskiptum sínum við hundinn og lærir að skilja hann betur.

Það er vissulega mjög lærdómsríkt að taka þátt í svona námskeiði með hundinn sinn en fyrir mig sem áhorfanda var það ekki síður fróðlegt og ég punktaði margt hjá mér til þess að nota í vinnunni með Spóa minn.

 

25. okt hjá Line á Smiðjuveginum 055