Mjóhundar eru afar sprettharðir

Af vef ruv.is/Kári Gylfason

Mjóhundar eru afar sprettharðir og vinsælir á veðhlaupabrautum, meðal annars í Ástralíu. Sjónvarpsstöðin ABC í Ástralíu upplýsti í febrúar að þegar verið væri að þjálfa hundana, væru þeir látnir elta uppi lifandi dýr, svo sem grísi, kanínur og pokarottur. Nefnd sem sett var á fót til að rannsaka þessar staðhæfingar, greindi frá niðurstöðum sínum í dag.

Nefndarmenn fullyrða að 13.000-17.000 heilbrigðum mjóhundum sé lógað á ári hverju. Allt of margir hundar séu aldir og ekkert gert til að reyna að finna heimili handa þeim sem ekki henta fyrir veðhlaup. Þeim sé einfaldlega lógað

http://ruv.is/frett/thusundum-mjohunda-logad-a-ari-hverju