FCI alþjóðasamtök hundaræktarfélaga tilkynnti á dögunum að upprunaland fjölda tegunda sem til þessa hafa verið skráðar frá Tíbet verið héðan í frá sagðar kínverskar.
Í mars síðastliðinn samþykkti FCI að breyta upprunalandi tegundanna: Tíbetan Mastiff, Tíbetan Terrier, Tíbetan Spaniel, Lhasa Apso og Shih Tzu, tegundirnar eru eins og nöfnin gefa felst til kynna upprunnin í Tíbet en Kínverska hundræktarfélagið fór fram á það við FCI að þessar breytingar færu í gegn, þar sem kínverjar telja Tíbet sem hluta af Kína eftir valdatökuna 1958.
Breytingarnar hafa valdið töluverðri reiði ræktenda og ræktunar/tegundardeilda þeirra tegunda sem um ræðir og hafa þegar margir mótmælt ákvörðuninni. Á undirskriftarsíðu, þar sem eigendur tegunda frá Tíbet geta mótmælt breytingunum segir: ,,Við eigendur tegundanna erum ekki samþykk þessari ákvörðun. Tíbetönsku hundarnir okkar eiga sögu sína að rekja til Tíbet, þar hafa þær þróast. Valdtaka kínverja yfir Tíbet breytir ekki uppruna tegundanna frá Tíbet til Kína.
Nú þegar hafa 4851 manns skrifað undir mótmæli gegn þessari breytingu.
Áhugasamir geta opnað undirskirftarsíðuna hér: https://www.change.org/p/fci-fédération-cynologique-internationale-we-belong-to-tibet-not-china?recruiter=85385757&utm_source=share_petition&utm_medium=facebook&utm_campaign=share_page&utm_term=des-lg-share_petition-custom_msg