Dýravelferð

Þórhildur Bjartmarz

Þessi tölvupóstur barst til félaga í Dýraverndarsambandi Íslands í dag: Stjórn DÍS hefur ákveðið að velja árlega úr þeim hópi einstaklinga, félagasamtaka eða lögaðila sem vinna að bættri velferð dýra í anda félagsins og styrkja þá vitleitni. Einnig velur stjórn DÍS dýravin sem hefur unnið að aukinni dýravelferð með ótvíræðum hætti og í anda félagsins.

Dýraverndarsambandið vill með þessu móti beita sér fyrir að styrkja og efla þá sem vinna að dýravelferð í anda félagsins og einnig vekja athygli á og hvatningu til slíkrar vinnu.  Sjá www.dyravernd.is

Svo sannarlega upplífgandi póstur sem ég fékk í morgun rétt eftir að ég var búin að lesa grein um ábendingar um dýraníð í Mbl með morgunkaffinu.  Frábært framtak hjá stjórn DÍS