Hundaeftirlitsmenn eða þjónustufulltrúar? – Þórhildur Bjartmarz

Þórhildur Bjartmarz skirfar:

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar má sjá þessar upplýsingar undir flipanum þjónusta;

Hundahald

Hundaeftirlit
Símatímar starfsmanna hundaeftirlits eru frá kl. 8:30 til 9:00 og 13:00 til 14:00

Hlutverk hundaeftirlitsins er að fylgja eftir samþykkt um hundahald í Reykjavík. Hundaeftirlit veitir leyfi til þeirra sem uppfylla skilyrði til hundahalds, hefur eftirlit með hundahaldi og stuðlar að ábyrgu hundahaldi í Reykjavík. Markmið hundaeftirlits eru að bæta hundahald í borginni með aukinni fræðslu til hundaeigenda og borgarbúa og að fækka óskráðum hundum í borginni.

Ferill umsóknar/þjónustu

Til að auka við þessa þjónustu getum við hundaeigendur prentað umsóknareyðublað sem er undir flipanum; sækja um þjónustuna. Í alvöru, ég er ekki að grínast! Þegar hundaeigendur sækja um leyfi til hundahalds sækja þeir um þjónustu. Sjálf bý ég í Garðabæ og skrái hundana mína þar. Eða á ég að segja að ég nýti mér þjónustu hundaeftirlitsins í Garðabæ.  Er þá ekki sjálfgefið að kalla hundaeftilitsmenn þjónustufulltrúa?  En hvernig og hvenær ætla þessir þjónustufulltrúar að bæta hundahald með aukinni fræðslu til hundaeigenda og borgarbúa og að fækka óskráðum hundum?

Hvað kostar þjónustan? s.s. sjá gjaldskrá

Er þjónustugjald fallegra orð en leyfisgjald eða hundaskattur og eru þá þjónustugjöldin betri til að sætta okkur hundaeigendur við hundaskattinn?

thorhildurbjartmarz@gmail.com