Kynning: Pétur Alan Guðmundsson

Pétur Alan Guðmundsson heiti ég.

Fuglahundadómari síðan 2004, formaður Sólheimakotsnefndar og hef setið í stjórn HRFÍ síðan 2015. Hef auk þess sótt fjölda námskeiða, komið að ýmissi vinnu fyrir félagið og setið í stjórnum deilda.

Undanfarin tvö ár hef ég setið með samstilltum aðilum í stjórn HRFÍ. Verkferlar og vinnbrögð hafa mótast, margt áunnist og önnur mál í vinnslu. Stjórnin hefur slípast saman og með samtakamætti stefnir hún fram á við og vonast til að komast nær markmiðum sínum og félagsmanna. Skipulag innan félagsins og skrifstofu er komið í fastari skorður með skýrara vinnulagi. Auðvitað eru ekki allar ákvarðanir vinsælar en þegar upp er staðið er verið að vinna að öflugu félagi okkar allra. Ágætis breidd er innan stjórnar með hin ýmsu málefni félagsins og hikar hún ekki við að leita til félagsmanna og sérfróðra aðila um úrlausnir.

Húsnæðismálin og heimsíðu/gagnagrunnsmál eru mál sem ég tel brýnt að vinna að ákveðið að og er sú vinna innan stjórnar í föstum farvegi. Boðleiðir milli skrifstofu og stjórnar við félagsmenn hefur þurft að bæta og gera markvissari og næst það vonandi með betra skipulagi því sem komið er á.

18034342_10212587582624775_8377060917771659601_n

 

Hlúa þarf að ómetanlegu sjálfboðaliðunum í félagsstarfinu okkar og finna leiðir til að draga fleiri að. Ég bauð mig fram fyrir tveimur árum til að vinna að mörgum málum og mun koma að koma að þeirri vinnu áfram nái ég endurkjöri í aðalstjórn.