mbl.is Vilja leyfa dýr­in í strætó í eitt ár

Dýr eru ekki leyfð í stræt­is­vögn­um Strætó. Starfs­hóp­ur sem vann grein­ingu á því hvort leyfa eigi gælu­dýr í strætó hef­ur mælt með því við stjórn Strætó að það verði leyft í eitt ár. mbl.is/​Gunn­ar Dof­ri

Það hef­ur eng­in viðbót­ar áhrif á þá sem eru með hunda- eða katta­of­næmi verði gælu­dýr­um leyft að ferðast með strætó. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í kynn­ingu Hall­gerðar Hauks­dótt­ur for­manns Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands, á málþingi um gælu­dýra­hald sem haldið verður síðdeg­is í dag.

Sér­stak­ur starfs­hóp­ur var skipaður á veg­um stjórn­ar Strætó bs. síðasta sum­ar, sem fékk það hlut­verk að vinna grein­ingu á því hvort leyfa eigi gælu­dýr í stræt­is­vögn­um á Íslandi. Grein­ing­ar­vinn­an leiddi margt at­hygl­is­vert í ljós að sögn Hall­gerðar.

Leyft vand­kvæðalaust í ná­granna­lönd­un­um

„Það sem kom mér mest á óvart í niður­stöðunum er að gælu­dýr eru leyfð í al­menn­ings­sam­göng­um í öll­um þeim lönd­um sem að við skoðuðum,“ seg­ir Hall­gerður og nefn­ir þar sem dæmi Norður­lönd­in, Þýska­land og Bret­land. Fyr­ir­spurn­ir voru send­ar á for­svars­menn helstu stræt­is­vagna- og lesta­fyr­ir­tækja í þeim lönd­um sem skoðuð voru og und­an­tekn­inga­lítið feng­ust þau svör að ekk­ert hefði komið upp á.  „Þannig  að það er bara kom­inn tími til að skoða þetta hér.“

Frétt mbl.is: Vilja taka gælu­dýr­in með í stræt­is­vagna

Í starfs­hóp­in­um voru full­trú­ar frá farþegaþjón­ustu,vagn­stjór­um og þvotta­stöð Strætó, Holl­vina­sam­tök­um Strætó, Katta­vina­fé­lagi Íslands og Hunda­rækt­ar­fé­lagi Íslands, frá Ast­ma- og of­næm­is­fé­lagi Íslands, Dýra­vernd­ar­sam­bandi Íslands og frá Fé­lagi ábyrgra hunda­eig­enda.

„Þetta var mjög stór hóp­ur og við skoðuðum ís­lenskt lagaum­hverfi og hvernig mál­um er háttað er­lend­is,“ seg­ir Hall­gerður. Hóp­ur­inn hafi þannig skoðað hvaða vand­kvæði gætu komið upp og hvernig væri hægt að leysa þau. „Þetta var skoðað frá öll­um hliðum.“

40% heim­ila með gælu­dýr

Hall­gerður bæt­ir við að ekki sé ein­göngu um að ræða hvort leyfa eigi hunda í strætó, held­ur öll þau gælu­dýr sem lög­leg séu á Íslandi,. Um 40% ís­lenskra heim­ila eru með gælu­dýr og get­ur verið mjög hamlandi fyr­ir þá sem ekki eiga bíl að geta ekki farið með dýr sín í strætó, til að mynda til dýra­lækn­is.

Spurð hvort ein­hverj­ir hafi haft áhyggj­ur af því að leyfa dýr í strætó, seg­ir hún vagn­stjóra hafa vakið spurn á því hvort dýr­un­um fylgdi álag fyr­ir bíl­stjóra og þá hafi ast­ma- og of­næm­is­sam­tök­in haft efa­semd­ir um áhrif­in á sitt fólk. Vinna starfs­hóps­ins gefi hins veg­ar til kynna að ekk­ert bendi til að þess­um nýju farþegum myndu fylgja auk­in of­næmisviðbrögð.

Of­næm­is­vak­inn þegar í vagn­in­um

„Það var skoðað ofan í kjöl­inn. Það eru eng­inn þekkt til­felli um dauðsföll af völd­um hunda- eða katta­of­næm­is,“ seg­ir Hall­gerður. „Í raun eru of­næm­is­vak­arn­ir nú þegar fyr­ir hendi í strætó. Þannig að  sá sem er með of­næmi finn­ur fyr­ir jafn mikl­um of­næmis­ein­kenn­um af mann­eskju sem á hund eða kött og kem­ur í strætó eins og af dýr­inu sjálfu,“ út­skýr­ir hún. Eina und­an­tekn­ing­in á þessu væri ef viðkom­andi væri ofan í dýr­inu. „Þannig að raun væri þetta ekki auk­in of­næm­is­vaki.“

Niðurstaða starfs­hóps­ins hafi því verið að benda á mögu­lega út­færslu, sem fæl­ist í því að dýr­in ferðuðust alltaf aft­ast í vagn­in­um. Þá væru  fremstu sæt­araðir í hverj­um vagni frá­tekn­ar fyr­ir fólk með of­næmi og að þar ættu þeir sem eigi dýr ekki að setj­ast.

„Hóp­ur­inn kom því með til­lögu til stjórn­ar Strætó um að reyna þetta í eitt ár í til­rauna­skyni og við bíðum spennt eft­ir svari frá Strætó,“ sagði Hall­gerður.

Málþing um gælu­dýr er haldið í húsa­kynn­um Dýra­vernd­ar­sam­bands­ins á Grens­ás­vegi 12A milli kl. 17-19 í dag. Það er öll­um opið.