Hundurinn minn

Guðmundur Týr Þórarinsson svarar spurningum Hundalífspóstsins:

  1. Hvað heitir hundurinn þinn/hundarnir þínir/teg og aldur?

Hún heitir Ronja en í daglegu tali kölluð öryggiskerfið því húna er alltaf á vaktinni enda Doberman woffi. Hún verður 4 ára um næstu jól.

  1. Af hverju valdir þú þetta kyn?

Hún kom upp á dýrahjálp.is og ég og sonur minn 12 ára sóttum um að fá að kynnast henni með það fyrir augum að ætleiða hana ef við náðum sambandi, sem við gerðum eftir smá aðlögun. Hef átti Doberman á síðustu öld og elskaði geðslagið og hvað þeir eru miklir fjölskylduvoffar og klárir.

  1. Hersu lengi hefur þú átt hund/hunda?

Þessi stelpa er bara búin að vera hjá okkur feðgum í nokkrar vikur núna og gengur bara vel. Hef alltaf elskað hunda og tengst þeim vel.

  1. Hvernig lýsir þú samskiptum þínum/fjölskyldunnar og hundsins?

Bý einn en sonur minn er hjá mér reglulega. Þó reynslan af sambúðinni við öryggiskerfið sé stutt er hún gefandi og við elskum hvort annað orðið í tóma vitleysu en hún er stór og ákveðin, þannig að ramminn þarf að vera mjög skýr. Sem betur fer hefur hún lítin áhuga á ókunnugu fólki því að ég sé að mörgum stendur ógn af henni þó hún sé algert gæludýr. Hollywood er svolítið búið að eyðileggja ímyndina af þessum frábæru hundum.

  1. Er lífið betra með hundum?

Lífið mitt hefur alltaf verið stærra með woffa á heimilinu og gott að vera elskaður af þeim og fá að elska þá til baka. Svo stutta svarið er, já!

  20160907_193348

Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?

Dýr hafa tilfinningar og sama rétt og við til lífs. Við eigum að færa okkur nær náttúrunni og bera virðingu fyrir öllu lífi sama hvernig það birtist. Út frá þessari tilfinningu minni hætti ég að borða dýr fyrir mörgum árum.