Veggspjald – auglýsing fyrir Dag íslenska fjárhundsins

Hulda I Rafnarsdóttir f.h. starfshóps um Dag íslenska fjárhundsins:

Í tilefni af Degi íslenska fjárhundsins 18. júlí 2016 verður gefið út veggspjald með myndum að ættbókarfærðum íslenskum fjárhundum. Stærð veggspjaldsins er A2 og er gert ráð fyrir 36 myndum af stærðinni 5×6 cm á veggspjaldinu. Með myndinni verður birt ættbókarnr. hunds. Skráningargjald er 6.000 kr. Þeir eigendur sem hafa áhuga á að kaupa rým þurfa að senda eftirfarandi:
• Mynd af hundinum sitjandi eða mynd sem sýnir einungis höfuð (og bóg) – svokallaða “portret mynd”. Einungis einn hundur má vera á hverri mynd. Með myndinn þarf að fylgja skráningar nr. hunds hjá HRFÍ.
• Allar myndir skulu vera að lágmarki í 200 punkta upplausn æskileg stærð 300pt. (700 kb að lágmarki)
ATH að myndir sem teknar eru af Interneti eru aðeins í 72 pt. Upplausn myndar verður því of gróf fyrir prentvinnslu.
• Ættbókarnr. hunds
• Nafn, kt. eiganda
• Greiða 6.000 kr inn á reikninginn 526-4-252726, kt. 250261-5009 og senda bankatilkynningu á hir@simnet.is
• Einungis myndir sem greitt hefur verið fyrir verða teknar til umföllunar vegna birtar á veggspjaldinu.

Við áskiljum okkur rétt til að hafna myndum og fær þá eigandinn endurgreitt.

Ath einungis 36 myndir í boði því borgar sig að bregðast skjótt viðveggspjald

ATH: ÞETTA ER EINUNGIS VINNUPLAGG EN GEFUR HUGMYND AF ÚTLITI

Veggspjaldið er ætlað sem auglýsing og verður notað til dreifingar í því skyni t.d. í gæludýraverslanir og á dýralæknastofur.

Ef einhverjir aðilar hafa áhuga fyrir að kaupa það verður því komið í sölu.