Aðventan 2015

Jórunn Sörensen:

Um nokkurra ára skeið hefur Hundalíf boðað til aðventufagnaðar þar sem lesið er upp úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Í ár og í fyrra hefur það verið gert í samvinnu við Dýraverndarsambandið og haldið í húsnæði þess. Að þessu sinni var aðventukvöldið haldið 16. desember.

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins hóf lesturinn en síðan tóku aðrir hundaeigendur við hver á fætur öðrum. Gaman var að ræða um þessa góðu félaga – manninn, hundinn og hrútinn – á meðan kaffi var drukkið en lagt var sameiginlega í veitingarnar.

Um hvað er sagan? Í bókarkápu af útgáfunni frá 1939 er stytting úr ritdómi um bókina eftir Svein Sigurðsson í „Eimreiðinni“.

Þetta er fyrst og fremst sagan um íslenzka fjármanninn og hans trygga förunaut, smalahundinn, sagan um baráttu smalans við vetrarhörkur og hættur, sagan um skyldurækni hans og hetjulund, sem einskis krefst, en allt leggur í sölurnar.

Hér fylgja með myndir af þeim sem lásu þetta árið. Áætlað er að lesa söguna næst þriðjudaginn 13. desember 2016.

Aðventan 2015 004 Aðventan 2015 005 Aðventan 2015 006  Aðventan 2015 008 Aðventan 2015 007 Aðventan 2015 011Aðventan 2015 010