Korpur segir börnum sögur úr sveitinni – 3

Brynhildur Inga skrifar fyrir yngstu lesendur Hundalífspóstsins.

Það var oft að fóstra fór með okkur í langa göngu eftir morgunmjaltir. Stundum fórum við út á tún eða þá að við fórum upp í fjall. Einu sinni þegar maðurinn hennar var að slá túnin fórum við með fóstru úr í flóa, þar voru bara þúfur, gras og ling en ágætis beitarhólf fyrir geldneytið. Við fórum til þess að aðgæta með kálfana sem voru þarna í fyrsta skipti. Allt í einu sáum við að einn kálfurinn var í sjálfheldu og virtist sem jörðin hafi bara reynt að gleypa hann því einungis  hausinn stóð upp úr jörðinni. Hann hafði þá misst afturendann niður um holu í jörðinni og gat sig ekki hreift. Það varð að setja band í hann og draga hann upp með traktornum. Þetta reyndist vera kálfurinn Þoka en það nafn fékk hún þegar hún fæddist því þá var svarta þoka úti. Hefðum við ekki farið í flóann til að athuga með skepnurnar þenna dag hefði hún Þoka litla getað dáið þarna. Hún varð svo feginn þegar hún slapp úr þessari prísund.

 

 

 

 

kálfur 1                                                                                     kálfur 2