Korpur segir börnum sögur úr sveitinni – 1

Brynhildur Inga skrifar fyrir yngstu lesendur Hundalífspóstsins.

Hundurinn Korpur segir sögur af ættingjum sínum:

Saga systir mín var ofsalega klár að smala bæði kindum og kúm. Ef fóstra mín nennti ekki að sækja kýrnar fór hún bara út á hlað og benti Sögu á kýrnar og sagði henni að reka þær heim. Þá hljóp Saga eins hratt og hún gat yfir ána og jafnvel skurði á leiðinni út á tún þar sem kýrnar voru á beit. Þegar hún var komin út á tún stoppaði hún og horfði heim að bænum og spurði fóstru með sínu látbragði hvort hún ætti að gelta og reka kýrnar heim. Um leið og fóstra var búin að gefa henni merki um hvað hún ætti að gera stökk hún eins og kólfi væri skotið að kúnum, gelti á þær og skipaði þeim að fara heim. Yfirleitt brá kúnum svo mikið að þær stukku af stað. En það er nú ekki auðvelt fyrir kýr að hlaupa hratt ef þær eru með júgrin full af mjólk. Flestar kýrnar röltu nú yfirleitt heim í rólegheitunum en það voru helst ungu kvígurnar sem fóru í loftköstum  á undan Sögu. Saga var ákaflega roggin með sig þegar hún kom með hópinn heim og fékk mikið hrós fyrir.

1 kýrnar                      

Hver hundur á bænum hafði sitt verkefni.

Móri hafði t.d gaman af því að þefa uppi mýs, synda og reka kindurnar. Úlfur vildi helst bara fylgjast með og passa tíkurnar. Kara og Snögg höfðu  ennþá gaman af því að leita af hlutum. En mest af öllu fannst okkur skemmtilegast að fá að vera með fóstru okkar og taka þátt í hennar daglega lífi.

Saga elskaði að passa mig og sækja kýrnar og ég vildi helst bara fara í könnunarleiðangra og leika mér. Ég er rosalega forvitinn og stundum kannski of forvitinn. Það var einu sinni að maður fóstru minnar var að dæla út skít úr haughúsinu. Þegar hann fór í burtu með skítadreifarann þurfti ég nú aðeins að kanna hvað hann væri búinn að keyra miklum skít í burtu svo ég teigði mig eins og ég gat en hef líklega teigt mig of mikið því ég féll beint ofaní haughúsið og á bólakaf í skítinn.

Sem betur fer var fóstra mín ekki langt undan og heyrði þegar ég kallaði og vældi af hræðslu því ég var næstum því druknaður í skítnum. Hún kom því fljótt og náði að teigja sig í hnakka drambið á mér og toga mig upp úr haughúsinu og fór með mig í fjósið og spúlaði mig með vatni, síðan fór hún með mig heim og baðaði mig úr volgu vatni og notaði sápu því hún sagði að ég lyktaði eins og haughúss skítur. Mér finnst það nú ekkert vond lykt en ég verð þó að viðurkenna að ég lyktaði bara nokkuð vel eftir sápuþvottinn.

 

Einn veturinn sagði fóstra við mig að ég mætti alls ekki koma nálægt ánni þegar hún væri í klakaböndum. En einn daginn stalst ég til þess að elta Móra sem  hafði svo gaman af því að svamla í vökinni sem hafði myndast í lóninu.    mynd2                                 ..

Ísinn var svo þunnur að þegar ég fór fór út á hann brotnaði hann undan mér og ég fór á bólakaf og rennblotnaði.  Ég komst þó sjálfur uppúr.

mynd

Nokkrum dögum seinna fór ég aleinn aftur að ánni. Það var blind bylur úti og allir hundarnir hlupu á eftir fóstru þegar hún fór heim úr fjósinu nema ég. Ég bara varð að sjá hvernig áin væri og hvort það væri ekki hægt að hlaupa á ísnum. Ég hljóp út á ísinn og skemmti mér vel í smá stund við að hlaupa fram og til baka en skyndilega brast hann undan fótum mér og ég fór á bólakaf. Ég var heppinn að komast uppúr því það var staumur í ánni undir ísnum og svo var alveg hel kuldi úti.

Þegar ég komst upp á ísinn hristi ég feldinn til þess að losna við bleytuna en kuldinn var svo mikill að hárin á mér frusu beint út í loftið.

Stuttu seinna heyrði ég að fóstra var að leita af mér og kallaði hástöfum. Mikið varð hún fegin þegar hún sá að ég var heill á húfi.

En hún gat ekki annað en hlegið þegar hún sá hvað hárin á mér voru frosin beint út í loftið, hún sagði að ég væri líkari broddgelti en hundi. Hún skipaði mér að fara eins og skot heim og þar pakkaði hún mér inn í teppi  og lét mig liggja við ofninn svo ég fengi ekki kvef og einnig til þess að þýða klakann úr feldinum á mér.

Eitt lærði ég þennan dag en það er að það borgar sig ekki að óhlýðnast, því það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ef ég hefði nú t.d ekki getað klifrað uppá ísinn og fóstra hefði ekki leitað að mér hefði ég hreinlega getað druknað þarna í kaldri ánni eða hreinlega orðið úti eins og það er kallað.

Hér eftir ætla ég að gera allt sem hún fóstra mín segir mér að gera og aldrei aftur skal ég fara einn í vondu veðri að ánni.

 

Smali bróðir minn á heima á bæ hérna í sveitinni.  Hann er rosalega duglegur við að passa túnin hjá sér og hleypir ekki einni einustu kind inná þau og ekki heldur geitunum sem áttu heima á næsta bæ við hann.

Það voru hestar og kýr á bænum hjá honum og einn daginn fékk ég að fara með fóstru í heimsókn.

Mér fannst rosalega skemmtileg að hlaupa á eftir hestunum en svo hættu þeir að hlaupa undan mér því þeir sáu hvað ég var vinalegur og fóru bara að bíta gras svo ég gat gengið á milli þeirra og heilsað þeim. Þetta var fallegt hesta- stóð.  Okkur var boðið að borða kvöldmat með fólkinu á bænum og þáði fóstra það.

mynd 4

Ég fékk að fara út og leika við hann stóra bróður minn sem var úr sama goti og Saga.

Smali fór með mig í langann göngutúr um sveitina og yfir laxána í svarta myrkri og síðan niður að sjó.

Allt í einu heyrði ég að fóstra mín var að kalla á mig. Hún var víst búin að keyra um sveitina í eina klukkustund í leit af okkur Smala.

Hún hafði áhyggjur af okkur og var hrædd um að Smali hefði ætlað að reyna að stinga mig af því hann vildi ekki hafa mig á bænum sínum. Það var nú eins gott að ég var duglegur að synda og hlaupa á eftir Smala annars hefði ég bara villst þarna aleinn í myrkrinu. Ég fékk því ekki að fara þangað oftar til þess að hitta  Smala og hestana. Móri fékk stundum að fara þangað en hann var nú ekkert að hlaupa á eftir hestunum  heldur bara gekk á milli þeirra og heilsaði þeim.

Móri skammaði  Smala fyrir að hafa ætlað að skilja mig einan eftir rammvilltan í sveitinni hans og sagði honum að það hefði nú ekki verið fallega gert af honum.

Mikið er ég annars heppinn að eiga svona góðann hálf bróður eins og Móra sem er tilbúinn að passa uppá mig.

mynd 5

 

Með kveðju
Brynhildur Inga Einarsdóttir, hundaþjálfari
borg1@centrum.is
www.reykjadals.is