Fyrsti hundurinn til að fá titilinn: Hlýðni-2 Meistari

Þórhildur Bjartmarz:

Hildur Pálsdóttir er búin að fá staðfestingu frá HRFÍ á Hlýðni 2 meistaratitli fyrir IS19838/14 Vonziu´s Asynja sem verður hér eftir með stafina OB-I og OB-2 fyrir framan nafnið í ættbók. Ynja er fyrsti hundurinn sem hefur tekið hlýðnipróf á Íslandi sem fær þennan titil skráðan í ættbók: ÍSLENSKUR HLÝÐNI -2 MEISTARI (OB-2)

Þetta er ótrúlegur árangur hjá þeim Hildi og Ynju en tíkin er rétt að verða 2 ára, fædd 6.12.2013.

Innilegar hamingjuóskir Hildur dugnarðarforkur. Auk þessa að þjálfa Ynju í hlýðni þá æfa Hildur og Ynja líka með Björgunarhundasveitinni

12071552_10156174845885525_156037699_n