Flugstjóri hjá Air Canada bjargar lífi hunds eftir að hitinn fór í fraktinni

Þessi grein birtist á síðunni allt um flug.is

Flugstjóri hjá Air Canada bjargaði líf hunds með því að fljúga af leið og lenda á næsta flugvelli á leiðinni frá Tel Aviv til Toronto sl. mánudag eftir að bilun kom upp í kerfi sem stjórnar hitanum í fraktinni.

Vélin, sem var af gerðinni Boeing 787-8, var yfir Þýskalandi þegar flugstjórinn varð var við að hitastigið í fraktinni væri að lækka vegna bilunar í hitakerfi en í sérstakri geymslu var einn fjórfættur farþegi, hundur að nafni „Simba“ sem var að fljúga í fyrsta sinn.

Flugstjórinn vissi að hundinum yrði mjög kalt þar sem Atlantshafið var að taka við og ákvað hann að snúa við og lenda á Franktfurt Main (FRA) þótt það kostaði yfir 1,5 milljónir króna í eldsneyti og hátt í tveggja tíma seinkun fyrir farþega þar sem velferð allra um borð skiptir máli og þ.á.m. dýra.

Vélin lenti í Frankfurt þar sem Simba var færður yfir í aðra þotu sem var einnig á leið til Toronto og var það mjög glaður hundaeigandi sem tók á móti hundinum sínum.

„Þetta er minn hundur og hann er eins og barnið mitt og hann er mér allt“, sagði eigandi Simba í viðtali í fjölmiðlum í Kanada.

Hitastigið í 38.000 feta hæð getur farið niður í allt að 60 stiga frost en þrátt fyrir að fraktin sé einangruð þá getur hitinn í rýminu farið niður í frostmark og jafnvel neðar sé hitanum ekki stjórnað.

news_aircanadatelaviv1609