Á leiðinni á hundasýningu í Osló

Þórhildur Bjartmarz:

Þessi mynd er tekin af hvolpi um borð í SAS vél á leiðinni til Osló. Ræktandinn, Brynja Tomer fór ásamt stórum hópi íslendinga á Evrópusýninguna en Griffon hvolpurinn er skráður á sýninguna sem byrjaði í morgun.

Einhverjir hundar koma svo frá Osló í Einangrunarstöðina í Höfnum eftir helgi en næstu komudagar í sóttkví eru á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Þeir hundar sem áttu að útskrifast sl. miðvikudag fengu að fara til nýrra heimila á hádegi í dag. Tveggja daga töf var á útskrift hundanna vegna þess að niðurstöður úr blóðprufum skiluðu sér ekki á réttum tíma.

Bestu kveðjur til ykkar í Osló

EDS2015