Finnska hundaræktarfélagið stendur með NKK

Þórhildur Bjartmarz:

Finnska hundaræktarfélagið tók þá ávörðun í dag að standa með NKK í málefnum tengdum FCI World Show 2019 í Kína. Sænska hundaræktarfélagið lýsti yfir fullum stuðningi við NKK í síðustu viku.

Finnska hundaræktarfélagið FKK hefur sent FCI bréf þar sem það lýsir yfir samstöðu með NKK í baráttu þeirra fyrir bættri hundavelferð. Í bréfinu mótmælir FKK meðferð FCI gangvart aðildafélagi (NKK) sem hefur hundavelferð að leiðarljósi og opinberar skoðanir sínar

Trine Hage framkvæmdarstjóri NKK segist meta mikið stuðning norrænu félaganna við hundavelferð og bætir við; ef við stöndum saman getum við breytt miklu fyrir hunda alls staðar í heiminum þar á meðal Kína.

http://web2.nkk.no/no/nyheter/Finsk+st%C3%B8tte+i+kampen+for+hundevelferd.b7C_wlzQ0t.ips