Dýraníð oftar tilkynnt

Þórhildur Bjartmarz

Í  Mbl í dag skrifar Brynja Dögg Guðmundsdóttir um vef MAST þar segir m.a:

Sífellt fleiri tilkynningar berast til Matvælastofnunar um illa meðferð á dýrum en á vefsíðu stofnunarinnar, www.mast.is, má finna ábendingarhnapp þar sem einnig er mögulegt að senda annars konar ábendingar eða fyrirspurnir.

Algengustu tilkynningarnar sem berast Matvælastofnun eru vegna illrar meðferðar á dýrum, þá sérstaklega illrar meðferðar á hundum og hrossum. Á árinu 2014 voru 532 ábendingar sem vörðuðu velferð dýra. Greinina má sjá á bls 2 í Mbl í dag