Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands er haldinn í maí ár hvert. Framboðsfrestur er runninn út og nú er ljóst hverjir bjóða sig fram á næsta aðalfundi. Öllum frambjóðendum stendur til boða að kynna sig á Hundalífspóstinum og gera lesendum grein fyrir sinni sýn á þróun félagsins næstu ár.
Af heimasíðu HRFÍ:
………………
Á næsta aðalfundi félagsins verður kosið um formann félagsins, tvo meðstjórnendur sem og varamann þeirra. Í gær rann út framboðsfrestur og eftirfarandi félagsmenn gefa kost á sér.
Herdís Hallmarsdóttir gefur áfram kost á sér til formanns.
Daníel Örn Hinriksson og Pétur Alan Guðmundsson gefa kost á sér áfram í aðalstjórn félagsins.
Eftirfarandi gefa einnig kost á sér í aðalstjórn en til vara í stöðu varamanns:
Damian Krawczuk, Kjartan Antonson, Rúna Helgadóttir Borgfjörð, Viktoría Jensdóttir og Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
Kynning á frambjóðendum verður kynnt nánar síðar sem og nánari kynning á fyrirkomulagi kosninga utan kjörfundar.
………………
þeir sem vilja kynna sig á Hundalífspóstinum sendið póst til: hundalif@hundalif.is ásamt allt að 5 myndum