Um tebollahund Hilton –

Stund­um eru þeir vilj­andi tekn­ir of snemma úr móðurkviði með keis­ara­sk­urði í þeim eina til­gangi að hefta vöxt þeirra

mbl.is:

Hót­elerf­ing­inn og raun­veru­leika­stjarn­an Par­is Hilt­on keypti sér í vik­unni ann­an „te­bolla­hund“. Slík­ir hund­ar eru afar smá­vaxn­ir og hef­ur ít­rekað verið varað við rækt­un slíkra teg­unda.

Í frétt The Dodo, frétta­veitu sem sér­hæf­ir sig í dýra­vel­ferðar­mál­um, seg­ir að gríðarlegt álag sé á hjarta þess­ara smá­vöxnu hunda. Hjartað slái hratt og þungt til að dæla blóði um pínu­litla skrokka þeirra.

Hilt­on hef­ur ít­rekað lýst því yfir að hún sé mik­ill dýra­vin­ur. Það stöðvaði hana þó ekki í því að greiða 8.000 doll­ara, um 920 þúsund krón­ur, fyr­ir nýj­asta „te­bolla­hvolp­inn“ sinn. Hvolp­ur­inn hef­ur ekki enn fengið nafn en hann veg­ur aðeins um 340 grömm. Hilt­on birti mynd af sér með hvolp­in­um á In­sta­gram í vik­unni.

Þegar Par­is Hilt­on fékk sér smá­hund af teg­und­inni chi­hua­hua fyr­ir nokkr­um árum varð spreng­ing í spurn eft­ir slík­um hund­um. Þetta gladdi þá sem ræktuðu þá og þyngdi vasa þeirra af pen­ing­um. En fljót­lega fóru dýra­at­hvörf að fyll­ast af chi­hua­hua-hund­um og þegar það var ekki leng­ur í tísku að burðast með þá und­ir hand­leggn­um um allt voru um 30% allra hunda í dýra­at­hvörf­um Kali­forn­íu af ein­mitt þess­ari teg­und.

Í frétt The Dodo seg­ir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Hilt­on fái sér „te­bolla­hund“. Í fyrra keypti hún tvo dverg­vaxna hunda af teg­und­inni pomer­ani­an frá rækt­anda í Kan­ada.

Veronica Perry, sem rek­ur dýra­at­hvarf í Van Nuys í Kali­forn­íu, seg­ir að skaðinn af þessu áhuga­máli Hilt­on sé mik­ill. „Hún sagði ít­rekað frá því að hún hefði fengið hund frá þess­um rækt­anda í Kan­ada sem rækt­ar þessa of­ursmáu hunda. Og all­ir urðu að fá sér svo­leiðis.“

The Dodo seg­ir í frétt sinni að vin­sæld­ir „te­bolla­hunda“ séu að aukast veru­lega á heimsvísu.

Hund­arn­ir glími oft við heilsu­far­svanda­mál. Stund­um eru þeir vilj­andi tekn­ir of snemma úr móðurkviði með keis­ara­sk­urði í þeim eina til­gangi að hefta vöxt þeirra. (br. skáletrað af hudalífspóstinum)

Á sama tíma eru dýra­at­hvörf, m.a. í Banda­ríkj­un­um, yf­ir­full af hund­um sem eng­inn kær­ir sig um.

http://www.mbl.is/folk/frettir/2016/10/13/hilton_fekk_ser_tebollahund