Reglur varðandi handsömun hunda

Þórhildur Bjartmarz:

Ég vill með þessum pistli þakka fyrir 12. grein í nýrri Reglugerð um velferð gæludýra en hún er mjög skýr varðandi handsömun hunda. Ég hef vonað að HRFÍ bjóði félagsmönnum kynningu á reglunum og ætlaði að nota tækifærið þá til að vekja athygli á þessu mikilvæga atriði en bíð ekki lengur með það.

Í Reglugerð um velferð gæludýra sem tók gildi í byrjun árs segir í 12. grein:

Ávallt skal, eins fljótt og auðið er, leitað eftir örmerki dýrs sem fangað hefur verið. Ef ekki næst í umráðamann eða dýrið er ómerkt skal dýr án tafar flutt í dýraaðstöðu sveitarfélags.

Í reglugerð um hundahald í Reykjavík segir að hundar fást afhentir þegar greitt hefur verið handsömunargjald, auk alls kostnaðar sem bæst hefur við vegna dvalar eða geymslu hundsins. Nú veit ég ekki hvernig þessu hefur verið háttað hjá  hundaeftirlitsmönnum á vegum Reykjavíkurborgar en hef heyrt að hundar séu færðir í geymslu áður en haft er samband við eiganda. Í samþykkt um hundahald í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi segir beinlínis að eftirlitslausa hunda skal færa í hundageymslu og tilkynna eiganda handsömuna.

Sjá reglurnar:

Reykavík.is

Hundahald og hundaeftirlit

Varsla hunda

Hundaeftirlitið í Reykjavík semur við hundageymslur sem standast kröfur eftirlitsins, um vörslu hunda sem teknir eru í lausagöngu og af öðrum orsökum.

Hundar fást afhentir þegar greitt hefur verið handsömunargjald sjá gjaldskrá, auk alls kostnaðar sem bæst hefur við vegna dvalar eða geymslu hundsins.

Einungis skráðir hundar fást afhentir.  Hundar skulu skráðir á lögheimili eiganda.

Hundaeftirlitið sér alfarið um samskipti við hundaeigendur vegna hunda í vörslu eftirlitsins. Hægt er að hafa samband við hundaeftirlitið í s. 693 9647 eða s. 693 9648 virka daga til kl. 19:00 eða Þjónustuver í s. 411 1111 til kl. 16:15. Einnig er hægt að koma skilaboðum til hundaeftirlitsins á netfangið hundaeftirlit@reykjavik.is.
Athugið að starfsfólk hundageymslu veitir ekki upplýsingar um hunda sem eru í vörslu hundaeftirlits Reykjavíkur.

Ómerktum hundum má ráðstafa eftir tvo daga frá handsömun, sé þeirra ekki vitjað.  Merktum hundum sem ekki er vitjað eða ekki næst í eigendur, má ráðstafa eftir viku.

 

Í hundasamþykkt fyrir Garðabæ, Kópavog og Hafnarfjörð segir í 12. grein:

Eftirlitslausa hunda skal færa í sérstaka hundageymslu og tilkynna eiganda (sé hundurinn merktur) handsömuna. Sem sagt eftir að handsömun fer fram, sem er ekki verklag sem samræmist Reglugerð um velferð gæludýra að mínu mati.

 

Reglugerð um velferð gæludýra

  1. gr.

Handsömun. (úrdráttur)

Strax og umráðamaður dýrs verður þess var að gæludýr sleppur úr haldi skal hann gera ráðstafanir til að finna dýrið og handsama það.

 

Ávallt skal, eins fljótt og auðið er, leitað eftir örmerki dýrs sem fangað hefur verið. Ef ekki næst í umráðamann eða dýrið er ómerkt skal dýr án tafar flutt í dýraaðstöðu sveitarfélags.

 

 

úr myndavélinni 27,5,2015 944

Merking og skráning.

Umráðamanni hunda, katta og kanína er skylt að auðkenna öll dýr innan 12 vikna aldurs með einstaklingsörmerki skv. alþjóðlegum ISO-staðli. Samtímis skal örmerkjanúmerið skráð í miðlægan gagnagrunn sem er samþykktur eða rekinn af Matvælastofnun. Umráðamanni ber að tryggja að upplýsingarnar séu réttar á hverjum tíma. Umráðamaður ber allan kostnað af merkingu og skrán­ingu dýra sinna.

Hundar og kettir sem fara út skulu frá fjögurra mánaða aldri bera hálsól með merki þar sem fram koma eigendaupplýsingar svo sem nafn og símanúmer umráðamanns.