Sleðahundakeppni á Mývatni

mbl.is: Sleðahundaklúbbur Íslands heldur Íslandsmót sitt á sleða & skijöring á Mývatni dagana um helgina, 12.-13. mars. Keppt er í Neslandavík, bílastæði, og mæting er við fuglasafnið. Báða daga hefst keppni á sleðum klukkan ellefu og skijöring er svo eftir hádegishlé en keppni ætti að vera lokið um fjögurleytið báða daga. Sextíu þátttakendur hafa verið skráðir til leiks og eru keppendur á aldrinum 8-65 ára og hundarnir vel yfir eitt hundrað. Það má því búast við miklu stuði og góðri skemmtun og enginn ætti að vera svikinn af því að kíkja á þetta áhugaverða mót. Sleðahundaklúbbur Íslands var stofnaður árið 2010. Markmiðið er að efla iðkun sleðahundasports á Íslandi og vera vettvangur fræðslu. Allir hundar eru velkomnir í allt starf klúbbsins, af hvaða kyni, stærð eða uppruna sem þeir eru. Til að ganga í klúbbinn er þó ekki nauðsynlegt að eiga hund, segir á vefsíðu Sleðahundaklúbbs Íslands.

http://sledahundar.is/

 

Á heimasíðu sleðahundaklúbbsins er mikið af flottum myndum frá keppnum sem klúbburinn hefur haldið.

Hundalifsposturinn vill gjarnan fá fréttir og myndir frá keppninni til að birta á síðunni