Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar 26. febrúar

Þórhildur Bjartmarz:

Hlýðnipróf Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið í gær í Reiðhöllinni í Víðidal. 4 hundar voru skráðir í bronspróf og náðu þeir allir ágætis einkun og bronsmerki HRFÍ. Það var labrador tíkin Hvar Er Fuglinn Lotta sem var í 1. sæti með 172 stig af 180 mögulegum. Hinir hundarnir náðu allir ágætis einkun og skemmtilegt að geta raðað 4 hundum í verðlaunasæti í þessum keppnisflokki. Skráður eigandi Lottu er Áslaug Traustadóttir en stjórnandinn Víðir Lárusson.

Aðeins 1 hundur var skráður í hlýðni 1 en það var boder collie tíkin Vista sem tók glæsilegt bronspróf nú í janúar. Vista fékk 174 stig af  200 mögulegum. Stjórnandi og eigandi Vistu er Silja Unnarsdóttir.

Þetta var annað hlýðnipróf ársins og gekk vel í alla staði, tók aðeins rúmlega 1 kls í framkvæmd. Prófið byrjaði kl 16 áður en hvolpasýningin og ungir sýnendur byrjuðu í teppalöguðum sýningarhring sem skilaði ágætis árangri í þetta sinn.

 

Dómari:Albert Steingrímsson

Prófstjóri: Þórhildur Bjartmarz

Ritari: Guðbjörg Guðmundsdóttir