Ungir hundavinir

Þórhildur Bjartmarz:

Nú höfum við birt 8 sögur fyrir yngstu lesendur Hundalífspóstsins. Þessar sögur  byrja þegar Korpur flytur í sveitina og svo Korpur segir börnum sögur úr sveitinni 1 til 7. Við þökkum Brynhildi Ingu kærlega fyrir leyfi til að birta þetta efni sem hún skrifaði fyrir nokkrum árum síðan fyrir barnabörnin sín. Það er vonandi að við fáum fleiri sögur frá Brynhildi Ingu. Við hvetjum börn, unglinga og fullorðna til að senda okkur skemmtilegar hundasögur sem eiga heima undir yfirskriftinni Ungir hundavinir . Athugið að það er hægt að fara í Flokkar hér hægra megin á síðunni og velja Ungir hundavinir þá kemur fram efni sem ætlað er yngstu lesendunum. Endilega látið ættingja og vini vita eða sendið þeim linkinn:

http://hundalifspostur.is/category/ungir-hundavinir/