Um fyrstu átta vikurnar í hvolpakassanum

Þórhildur Bjartmarz:

Hvernig á að umgangast tíkur með unga hvolpa? Það er þó nokkuð um það að fólk birti myndir af sér á netinu þar sem það heldur á nýfæddum hvolpi/um. Margir ræktendur halda fast í þá reglu að banna heimsóknir til sín í þrjár vikur eftir got. Aðrir virðast telja þessar reglur óþarfar og leyfa heimsóknir fljótt og láta jafnvel væntanlega hvolpakaupendur koma og velja sér hvolpa.

Ég fer yfirleitt ekki í heimsóknir í hús þar sem hvolpar eru yngri en þriggja vikna.  Ef svo ber við að ég eigi brýnt erindi og fari inn á heimili þar sem svo ungir hvolpar eru, þá fer ég ekki inn í vistarverur tíkarinnar og skoða ekki hvolpana. Þó að ég umgangist tíkina mikið og hún þekki mig. Tækifærin hafa sannarlega verið mörg og spennandi og oft hefur verið erfitt að sýna þolinmæði og skynsemi.

Í þeim hundabókum sem ég hef lesið um uppeldi og umönnun hvolpa er þess ávallt getið að tíkin og hvolparnir eigi að fá algjört næði fyrstu þrjár vikurnar eftir got. Tíkin þarf að hafa gotkassa í vistaverum þar sem er hlýtt, rólegt og umgangur í lágmarki. Það sem ræktandi gerir þessar fyrstu þrjár vikur er að hjálpa tíkinni við að halda kassanum hreinum og vigta hvolpana ef hann telur þess þörf. Að öðru leyti sér tíkin um hvolpana. Hér er að sjálfsögðu miðað við að allt hafi verið eðlilegt í kringum fæðinguna og hvolparnir heilbrigðir.

Ábyrgð ræktandans er mikil. Það er mikil vinna að vera með got og sérstaklega þegar hvolparnir eru margir því hver hvolpur þarf athygli. Eftir fimm vikna aldurinn þarf t.d. að byrja að fara með hvolpana út, venja þá við hljóð frá heimilistækjum og fara með þá í bíltúr. Svo þarf að taka á móti væntanlegum hvolpaeigendum upplýsa og undirbúa þá fyrir hvolpauppeldið. Þetta er mikil vinna en sú vinna skilar sér í hvolpum sem eru vel undirbúnir fyrir að fara á ný heimili. Sjálf skil ég ekki af hverju fólk er tilbúið að borga hátt verð fyrir hvolpa þar sem ræktandinn hefur ekki sinnt þessari vinnu.

Í hundaskólanum Hundalíf eigum kennsluefni um fyrstu átta vikurnar í lífi hvolpa. Þetta eru aðeins nokkrir punktar sem við notum til að útskýra þroskaferli hvolpa fyrir nemendum á hvolpanámskeiðum. Efnið var að miklu leyti unnið fyrir tíu árum síðan úr bókinni „Din hund“ eftir Sven Jarverud. Það er skemmtilegt að velta því upp hvort þetta sé ekki enn í fullu gildi og hvernig upplifun ræktanda sé í raun miðað við kennsluefnið.

Jónína Sif Eyþórsdóttir ræktandi ætlar að skrifa greinar um fyrstu átta vikurnar í lífi hvolpa og hvernig tíkin annast þá. Jónína er með got núna og lesendur Hundalífspóstsins fá að fylgjast með þroska þeirra.

Hér er kennsluefni Hundalífs um fyrstu vikurnar í hvolpakassanum – þroskaferlið:

 1. Fósturstigið:
 • Meðgangan er ca 63 dagar
 • Mikilvægt er að tíkin fái næringarríkt og gott fóður
 • Hún fái hreyfingu við hæfi, ró og öryggi

 

 1. Fæðingin:
 • Eðlilegast er að tíkin sjái sjálf um fæðinguna og hvolparnir komist sjálfir á spena
 • Það er meðfætt eðli hvolpanna að leita spena
 • Hver ræktandi verður sjálfur að ákveða hvort og þá hvenær tíkin þarf hjálp í ferlinu

 

 1. Hvítvoðungskeiðið:

Fyrstu tvær vikurnar:

 • Hvolparnir fæðast blindir og heyrnalausir
 • Það má segja að hvolparnir séu í sofandi ástandi
 • Þeir nema lykt sem hjálpar þeim í leitinni að spena
 • Þeir nema hita og kulda
 • Heimur hvolpana er gotkassinn – þar snýst allt um spena, hlýju, svefn og umhyggju tíkarinnar
 • Allt sem gerist í lífi hvolpanna á þessum tíma er þeim fullkomlega eðlislægt

Labrador_Retriever_puppies_yellowIMG_6319

 1. Þroskun skynfæra:

2.-3. vika:

 • Á 11. degi byrja hvolparnir að opna augun, örlitla rák í byrjun, en sjónin er léleg til 4-5 vikna aldurs
 • Eyrnagöngin byrja að opnast á svipuðum tíma
 • Hvolparnir eru enn í hálfgerðum sofandaheimi en eru þó móttækilegir fyrir ástandi tíkarinnar s.s. óróleika eða hræðslu

1408726054_d91cf6f62f_oIMG_6065

 1. Flokksmótun:

3.-5. vikna:

  • Miklar breytingar eiga sér stað á þessum tíma
  • Félagsþroskinn byrjar við 3 vikna aldur – reynsla hvolpana frá þessu tímabili hefur afgerandi þýðingu fyrir framtíð þeirra
  • Nú er mikilvægt að hvolparnir kynnist manninum náið
  • Hver hvolpur þarf góða athygli, sem gerir hann sjálfsöruggan
  • Hvolparnir byrja að hreyfa sig og leika sér
  • Þeir eru forvitnir en geta orðið hræddir við lítilsháttar rask – því er óæskilegt að hafa mikinn hávaða og læti í kringum kassann
  • Mikilvægt er að hvolparnir fái dót og nægt pláss til að leika sér
  • Hvolparnir eru að fá tennur og þeir fá tilbúinn mat
  • Hefðu hvolparnir fæðst í villtu umhverfi fengju þeir nú að hitta aðra úr flokknum sínum

3613906824_163c33af7f_oIMG_6193

 1. Leikur og virðing:

6.-8. vika:

  • Leikur hvolpana verður öflugri
  • Tíkin tekur þátt í leiknum – hún kennir þeim virðingu og bönn
  • Tíkin lætur hvolpana vita þegar hún vill þá ekki
  • Virðing fyrir tíkinni/mömmunni er algjör – hún er fyrsti foringinn sem hvolparnir kynnast
  • Áhugi fyrir lykt er áberandi, nú er gott að þjálfa lyktarskynið með því að henda út bitum – en ekki ofgera því
  • Hvolparnir eru móttækilegir fyrir að hlaupa á eftir dóti og halda fast – nú er rétti tíminn til að velja vinnuhund
  • Röðun innan gotsins fer fram
  • Það er kostur að hvolparnir hitti aðra hunda til að læra að umgangast þá

Labrador puppies for sale by registered Labrador breederIMG_6439

 1. Forystu og félagsþroski:
  • Hvolparnir eru móttækilegir fyrir breytingum og þess vegna er þetta rétti tíminn fyrir þá til að flytja til nýrra heimkynna
  • Þeir eignast nýjann foringja og hóp/fjölskyldu
  • Mikilvægt er að ræktandinn hafi lagt góðan grunn að umhverfisþjálfun  hvolpanna

 

Labrador puppies for sale by registered Labrador breederIMG_7008